Innskráning í Karellen
news

Brunaæfing

24. 05. 2018

BABÚ BABÚ BRUNABÍLLINN FLAUTAR !!!

Börnin á Eldri Kjarna ásamt elstu börnum Yngri Kjarna héldu brunaæfingu í dag í samstarfi við slökkviliðið. Það er skemmst frá því að segja að börnin okkar eru þau allra hugrökkustu og kjörkuðustu og stóðu sig með stakri prýði. Búið var að "kveikja í" víðs vegar um húsið og þurftum við að komast heil á út með skipulögðum hætti.

Ekki var hægt að komast út hvar sem er svo fyrst var farið út í gegn um útisvæðið

Næsta æfing fól í sér að fara út um glugga og að sjálfsögðu erum við kennarar fyrirmyndir og fórum fyrst til að taka á móti börnunum úti

Slökkviliðið kom eins og kallað og aðstoðaði börnin við að komast út um gluggann

Guðrún rak lestina og gekk úr skugga um að ekkert barn væri eftir inni

Talning fór fram og öll börn og fullorðnir heil á húfi !!

Við fengum að sjá hvernig súrefnisgríma virkar - og við vorum sammála um að hljóðið í henni minnir á Svarthöfða úr Stjörnustríði

Þau sem vildu fengu að máta slökkviliðshjálm og fengu að sjá að það er hægt að kveikja ljós innan í þeim

Bíllinn var að sjálfsögðu grandskoðaður og börnin fengu að fara upp í hann og kveikt var á sírenunni

Svo var að sjálfsögðu sprautað vel úr brunaslöngunni og mörg börn skelltu sér í smá sturtubað :)

Frábær æfing sem mun að öllum líkindum vera á dagskrá á hverju ári. Kærar þakkir fyrir okkur Haffi, Bjössi og Tryggvi, þið stóðuð ykkur frábærlega.


© 2016 - Karellen