Innskráning í Karellen
news

Góu fagnað í Spákonuhofi

19. 02. 2018

Nemendur Eldri kjarna og þeir elstu á Yngri kjarna fóru í vettvangsferð í Spákonuhofið í dag i tilefni Góu. Veðrið var yndislegt þó hált væri á leiðinni og sólin skein.

Konudagurinn markar upphaf Góu eins og Bóndadagur tekur á móti Þorra og sú hefð er að heimsækja Þórdísi spákonu í tilefni dagsins. Dadda og Sigrún tóku fagnandi á móti okkur og börnin fengu að fræðast um spakonuna og ýmislegt annað. Þau fengu með sér gull úr kistunni hennar og fengu að leika sér með leggi og kjamma ásamt því að púsla.

Takk fyrir okkur og velkomin Góa.


© 2016 - Karellen