Innskráning í Karellen
news

Vegleg gjöf til leikskóla í Austur Húnavatnssýslu

30. 08. 2019

VEGLEG GJÖF TIL LEIKSKÓLA Í AUSTUR HÚNAVATNSSÝSLU

29.08.2019

Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri og Sigrún Líndal ráðgjafi.Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri og Sigrún Líndal ráðgjafi.

Í tilefni af 30 ára starfsafmæli Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings færði hún nýverið öllum leikskólum í Austur Húnavatnssýslu málþjálfunarefnið Leikum og lærum með hljóðin. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar og áratuga reynslu Bryndísar í starfi með íslenskum börnum.

Lærum og leikum með hljóðin er námsefni sem styður með ýmsu móti við læsi og hljóðnám og leggur grunn að lestrarnámi barna. Í gjafapoka til skólanna er efni til að þjálfa framburð, hljóðkerfisvitund og þekkingu á bókstöfum, orðaforða og hugtakaskilning. Þá fylgir einnig aukaefni eins og púsl, límmiðar og vinnusvuntur, sem styðja við hljóðanámið með fallegum stafamyndum. Einnig fylgja með gjöfinni fimm íslensk smáforrit fyrir ipad. Efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar.

Efnið er gefið í samstarfi við Marel, Lýsi, Ikea og hjónin Björgólf Thor og Kristínar Ólafsdóttur auk Raddlistar sem er fyrirtæki í eigu Bryndísar.

Starfsfólk og nemendur í leikskólum í Austur Húnvatnssýslu og starfsfólk hjá Félags- og skólaþjónustu þakka Bryndísi fyrir þessa veglegu gjöf sem mun koma að góðum notum.

© 2016 - Karellen