Innskráning í Karellen

Hljóm-2 er próf – greiningartæki í leikjaformi sem kannar hljóðkerfisvitund elstu barna í leikskólanum. Höfundar eru talmeinafræðingarnir Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir og Amalía Björnsdóttir aðferðafræðingur. Einnig komu sálfræðingar að ákveðnum þáttum.

Hljóm-2 er lagt fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Slök hljóðkerfis- og málvitund er talin aðalorsök lestrarvanda hjá 88% barna (9 af hverjum 10 börnum).

Við á Barnabóli vinnum með niðurstöður prófsins og ákveðum út frá þeim hvaða börn þurfi frekari þjálfun í málörvunarhópum.

Hljóm-2 er lagt fyrir í september/október og svo aftur til samanburðar í janúar/febrúar.

© 2016 - Karellen