Innra mat
Hjallastefnuskólar og þar með leikskólinn Barnaból standa árlega fyrir nokkrum tegundum mats á skólastarfinu. Að vori er að jafnaði lögð starfsmannakönnun fyrir starfsfólk leikskólans þar sem grennslast er fyrir um starfsánægju, starfsaðstæður og mat starfsfólks á eigin frammistöðu. Á haust- og vorönn fylla kennarar út gátlista yfir þroskastöðu barnanna, félagslega og einstaklingslega stöðu þeirra sem og gengi í leikskólanum almennt. Síðan er farið yfir gátlistann með foreldrum í foreldrasamtölum. Á haustönn er send út foreldrakönnun þar sem foreldrar eru beðnir um að meta þjónustu leikskólans og fagstarf eins og það snýr að þeim og barni þeirra.
Hjallastefnuskólar taka þetta mat á skólastarfinu mjög alvarlega og ef óánægju virðist gæta í einhverjum þætti skólastarfsins er tafarlaust gengið í þær breytingar sem þarf til þess að bæta úr. Niðurstöður koma bæði fyrir skólann í heild sinni og hvern kjarna fyrir sig. Það auðveldar okkur að gera úrbætur um leið. Á starfsmannafundi er farið í gegnum niðurstöður, hver kjarni vinnur með sínar ábendingar og finnur leiðir til úrbóta. Nánar er fjallað um mat á starfi Barnabóls í skýrslu leikskólans um Innra mat.
Nidurstodur foreldrakönnunar 2021-2022.pdf
Nidurstodur starfsmannakönnunar 2021-2022.pdf
Niðurstöður foreldrakönnunar 2020 -2021.pdf
Niðurstöður foreldra- og starfsmannakannana 2017-2018