Innskráning í Karellen

Höfundur málþroskaprófsins Orðaskil er Elín Þöll Þórðardóttir. Orðaskil byggir á orðaforðagátlista fyrir börn á aldrinum eins og hálfs til þriggja ára. Prófinu er ætlað að mæla orðaforða barnanna svo og hvort þau hafa náð valdi á beygingarkerfi og setningargerð málsins. Aldursviðmið fylgja prófinu, en með samanburði við þau er skorið úr um hvort málþroski barna mælist innan eðlilegra marka miðað við jafnaldra.

Foreldrar eða forráðamenn barnanna fylla út listann og skila í leikskólann. Túlkaþjónusta er í boði fyrir þau börn sem hafa íslensku sem annað tungumál því mikilvægt er að vita hvernig börnin standa að vígi á móðurmáli sínu.

Niðurstöður prófsins eru afhentar foreldrum/forráðamönnum í sérstöku viðtali með þeim kennara sem tekur þær saman. Ef niðurstöður sýna þjálfunarþörf þá fer ákveðið ferli í gang í samráði foreldra og sérkennara leikskólans.

Orðaskil er lagt fyrir öll börn leikskólans þegar þau ná 24 mánaða aldri.


© 2016 - Karellen