Innskráning í Karellen

Saga Barnabóls

Leikskólinn Barnaból var formlega opnaður 7. júní 1977 með einni leikskóladeild. Árið 1996 var tekin í notkun um helmings stækkun á húsnæðið skólans og bættist við ein deild ásamt listaskála og fleiri rýmum. Höfðahreppur var rekstraraðili leikskólans en það voru félagar úr Lionsklúbbi Skagastrandar sem höfðu á sínum tíma veg og vanda að undirbúningi að byggingu skólans.

Fyrstu árin var boðið upp á fjögra tíma dvöl fyrir börnin, fyrir eða eftir hádegi, en í tímans rás hefur þjónustan aukist jafnt og þétt og í dag er boðið upp á allt að 8 tíma dvöl. Í dag er leikskólinn einsetinn þ.e. öll börnin koma að morgni en fara heim eftir mis langa dvöl. Frá og með ágúst 2013 eru teknir inn nemendur frá níu mánaða aldri eftir því sem aðstæður á Yngri kjarna leyfa.

1. janúar 2015 tók í gildi samningur á milli Sveitarfélagsins Skagastrandar og Hjallastefnunnar ehf og varð Barnaból að Hjallastefnuleikskóla. Áður hafði undirbúningur farið fram og skólinn tekið inn Hjallíska starfshætti.

© 2016 - Karellen