Innskráning í Karellen

TRAS (n: Tidlig registrering af språkudvikling), er skráningarlisti til notkunar fyrir leikskólakennara til að fylgjast með máltöku tveggja til fimm ára barna. Listinn er upprunalega kominn frá sérfræðingum við norskan háskóla og sérkennslustofnanir og er notkun hans nú orðin útbreidd á Norðurlöndum. Góður málþroski skiptir miklu máli fyrir andlegan þroska barna, félagslega líðan og seinni lestrartileinkun. Með TRAS skráningunni er hægt að skima eftir frávikum í mál- og félagsþroska barnanna með fyrirbyggjandi íhlutun í huga.

Af vef námsmatsstofnunar: www.namsmat.is

Öll börn leikskólans eru skimuð og unnið er með niðurstöðurnar samhliða niðurstöðum annara skimana. TRAS skráning fer fram í október og apríl ár hvert.

© 2016 - Karellen