Innskráning í Karellen

Öll í sama liði í skólafötum Hjallastefnunnar

Skólaföt fyrir ungt fólk á öllum aldri hafa verið hluti af Hjallastefnustarfi í fjölmörg ár og setur

það sterkan svip á allt okkar skólastarf. Fatnaður er merkingarbær og því telur Hjallastefnan skólafatnað mikilvægan þátt í starfinu. Þegar börnin eru í skólafötum þá tökum við frekar eftir þeim sjálfum frekar en fötunum sem þau klæðast. Samkeppni og metingur milli barna minnkar stórlega en fyrst og síðast er það gleðiefni að geta boðið uppá vandaðan fatnað sem er bæði fallegur, þægilegur og börnin geta verið sem mest sjálfbjarga. Mikil ánægja er með þetta fyrirkomulag, liðsheild skapast og það er gaman að vera öll í sama liðinu og eins klædd!

Allar vörur í skólafatalínu Hjallastefnunnar eru seldar í leikskólanum og einnig í vefverslun sem er sundurliðuð fyrir leikskóla og barnaskóla. Lítill lager er á Barnabóli og foreldrum er velkomið að máta fötin á börnin sín áður en keypt er. Ef varan passar ekki eða er gölluð er hægt að skila og fa nýja vöru.

Ef foreldrar hafa ekki hug á að kaupa skólafatnað þá er alltaf í boði að fá lánað hjá skólanum og sjá kennarar um að halda utan um lánsfatnað.

Vefverslun

© 2016 - Karellen