Innskráning í Karellen

Foreldraráð

Foreldraráð leikskólans Barnabóls var stofnað árið 2008

Gátlisti fyrir foreldraráð Barnabóls

Foreldraráð skólaárið 2022 - 2023

 • Ragnheiður Erla Stefánsdóttir (raggastef@hotmail.com)
 • Guðrún Rós Hjaltadóttir (gudrunros1908@gmail.com)
 • Karen Helga Steinsdóttir (karenhsteins@gmail.com)
 • Varamaður: ()

Foreldraráð er lögboðinn vettvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á framfæri við skólastjórnendur varðandi innhald, áherslur og skipulag skólastarfsins. Foreldraráð starfar í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélags.

Hlutverk foreldraráðs:

 • Fjallar um og gefur umsögn til leikskólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið.
 • Fylgist með framkvæmd áætlana og að þær séu kynntar foreldrum
 • Kemur á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra til skólastjórnenda og skólanefndar
 • Starfar með skólastjóra að hagsmunum barnanna og leikskólans.

Verkefni foreldraráðs:

 • Fulltrúi situr skólanefndarfundi og kemur þar sjónarmiðum foreldra á framfæri auk þess að leggja fram tlilögur ef við á
 • Situr fundi með foreldrafélögum og skólastjórnendum um skólastarfið og áætlanir því tengdu
 • Fer yfir skólanámskrá og aðrar áætlanir skólans og útbýr umsagnir um þær
 • Taka þátt í ýmsum verkefnum á vegum skólanefndar sem fulltrúar foreldra
 • Taka þátt í samstarfi foreldraráða og –félaga um sameiginlega hagsmuni nemenda í svæðinu
 • Taka þátt í landssamtökum foreldra

Hverjir eru í foreldraráði?

Í foreldraráði eiga sæti þrír fulltrúar foreldra. Fulltrúar í foreldraráði eru kosnir til eins árs í senn. Æskilegt er að kjósa einnig allt að þrjá varamenn. Ný stjórn skiptir með sér verkum og tilnefnir formann, ritara, meðstjórnendur og fulltrúa í svæðisráð foreldra og/eða skólanefnd þar sem það á við.

Upplýsingar um starf foreldraráðs:

Ritari ritar fundargerðir á fundum foreldraráðs og sendir á tölvutæku formi til annarra fulltrúa foreldraráðsins, foreldrafélags, skólastjórnenda og skólaskrifstofu. Fundargerðir eru birtar á vefsíðu skólans. Einnig eru stundum sendar út tilkynningar til foreldra með tölvupósti í gegnum póstlista skólans. Starfsreglur og starfsáætlun foreldraráðs á að birta á vefsíðu skólans. Foreldrar eiga að geta haft beint samband við fulltrúa í foreldraráði. Nöfn, netföng og símanúmer eiga að vera á vefsíðu skólans.

Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Heimilis og skóla og í Handbók foreldraráða í leikskólum© 2016 - Karellen