Innskráning í Karellen

Könnun Gerd Strand er huglægur matslisti, þýddur og staðfærður, með leyfi höfundar, af Guðjóni E. Ólafssyni, sérkennslufræðingi og Kristínu Björk Guðmundsdóttur, sérkennara.

Útgáfa listans sem við notum á Barnabóli er endurbætt útgáfa aðlöguð að fjögurra ára nemendum. Könnunin er huglægt mat þess sem greinir, eitt og sér gefur þetta mat ekki tilefni til endanlegs úrskurðar um frávik en getur gefið vísbendingar um að þörf sé á frekari athugunum. Hún tekur á flestum færni- og getuþáttum sem hafa áhrif á gengi nemenda í leikskólanámi.

Eftirfarandi þættir eru metnir; gróf- og fínhreyfingar, hegðun, mál- og tal, virkni, samskipti og þekking.

Niðurstöður eru svo skráðar á línurit og ef kemur í ljós seinfærni, misþroski eða ofvirkni er brugðist við því í samstarfi við foreldra eða forráðamenn og sérfræðiaðstoðar óskað ef þess þykir þörf.

Öll fjögurra ára börn leikskólans eru metin í september ár hvert.

© 2016 - Karellen